05.10.2014 14:52

Panda á hvíta tjaldinu

Í ágúst voru Panda og Lísa við tökur í Bárðardalnum á kvikmyndinni Hrútar í leikstjórn Gríms Hákonarsonar. Þar eru Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson í aðalhlutverkum og Panda fer með svolítið hlutverk sem hundur Theodórs. Hlutverkið er krefst nokkurs undirbúnings og hefur talsverður tími farið í æfingar í sumar. Það þarf hund með gott geðslag til að taka þátt í svona verkefni og Panda hefur staðið sig eins og hetja. Hundurinn þarf fyrir það fyrsta að læra það sem hann á að gera og síðan að halda athyglinni í tökum innan um allskonar áreiti. Næsta tökutímabil er í nóvember og eru þær stöllur þegar byrjaðar að æfa.

 

Hér að ofan má sjá Pöndu í hlutverki sínu og hér er facebook síða myndarinnar: https://www.facebook.com/ramsfilm

 

Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 101
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 381603
Samtals gestir: 78145
Tölur uppfærðar: 2.8.2021 09:23:57