03.05.2014 09:53

Námskeið Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Þann 26-27. apríl varð undirrituð svo lánsöm að fá tækifæri til að heimsækja Sunnlendinga í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Fín aðstaða til námskeiðahalds hjá Bjarna í Háholti og frábært veður. Við fjölskyldan, hundar og menn, fengum gistingu hjá vinafólki á Flúðum og getum varla þakkað þeim nógsamlega fyrir okkur. Virkilega skemmtilegt námskeið að baki og vonandi nokkrir upprennandi snillingar á meðal nemanda.

MYNDIR: http://dadastadir.is/photoalbums/260781/

 

21.04.2014 15:41

Hundagönguferð um Páskana

 

Það er stundum talað um að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Það mætti segja að það þurfi heila fjölskyldu til að ala upp hund. Það á að minnsta kosti ágætlega við á Daðastöðum. Þar koma margir að hundauppeldinu. Birkir Gunnarsson hefur í mörg ár, með hléum eins og gengur og gerist, sinnt því hlutverki að ganga með hundana á Daðastöðum. Vefstjóri og hennar hundar slógust í för með honum þegar við heimsóttum Daðastaði núna um Páskana. Vefstjóri reynir að komast reglulega í þessar gönguferðir til að viðhalda góðum kunningsskap við hunda og menn.

Fleiri myndir: http://dadastadir.is/photoalbums/260177/

21.04.2014 14:21

Stóra staurasögin hans Gunnars

Það stendur til hefjast handa við að girða af Daðastaðajörðina í sumar. Þetta samrýmist hugmyndum Daðastaðabænda um sjálfbæran búskap, landgræðslu og beitarstýringu. Girðingin verður samstarfsverkefni Daðastaða og aðliggjandi jarða. Jörðin er um 7000-8000 hektarar. Neðra landið er nú þegar girt af, en nýja girðingin mun girða af heiðalandið. Girðingin verður í heildina um 36 km og má áætla að í hana þurfi tæpa 5000 staura. Af þessu tilefni hefur Gunnar við annan mann keypt stóra sög til að saga niður stóra plankaÞað er ekki að spyrja að því að þessa dagana stendur Gunnar bóndi í ströngu við að saga niður rekavið í girðingarefni. 

 

Fleiri myndir: http://dadastadir.is/photoalbums/260176/

21.04.2014 14:15

Námskeið á Syðri - Sandhólum

 

Námskeiðið á Tjörnesi fyrr í mánuðinum heppnaðist ljómandi vel. Veðrið var okkur mjög hagstætt, stillt og svalt. Námskeiðið var blanda af bóklegu, sýnikennslu og verklegu. Nemendur voru fimm, úr Öxarfirði, Kinn og Mývatssveit. Komust færri að en vildu þar sem taka varð tillit til þess fjölda fjár sem kennarinn hafði til umráða. Halldór Sigurðsson tengdafaðir minn og bóndi á Syðri-Sandhólum sér mér fyrir æfingarfé yfir vetrartímann. Það er alltaf mikil spenna þegar talið er í kindunum og í ljós kemur hversu margar eru geldar. Þar fara hagsmunir okkar tengdapabba ekki saman því ég vil auðvitað hafa þær sem flestar en tengdapabbi sem fæstar. Reyndar finnst mér 5-6 mjög passlegur nemendafjöldi, en þegar maður er að fara um langan veg þarf að huga að því að hafa heldur fleiri til að dreifa ferðakostnaði og gera sem flestum fært að mæta. Allir hundarnir höfðu áhuga og smalaeðli, og ættu að geta orðið eigendunum að góðu liði í framtíðinni.

30.03.2014 08:50

Fyrirhugað námskeið

Námsskeiðið verður haldið að Syðri-Sandhólum á Tjörnesi þann 5. og 6. apríl 2014 ef veður og þátttaka leyfir. Kennari Elísabet (Lísa) Gunnarsdóttir frá Daðastöðum.  Skráning og frekari upplýsingar í e-mail, elisabetg@ru.is, eða í síma 863 1679, eigi síðar en 4. apríl. Athugið að fá pláss eru í boði.

 

16.03.2014 18:06

Nýjar myndir af hvolpum undan Flugu og Mola

 

Einn hvolpur ólofaður. Hér eru fleiri myndir sem voru teknar um síðustu helgi þegar hvolparnir voru 4 vikna: http://dadastadir.is/photoalbums/258797/

02.03.2014 17:18

Hvolpar undan Flugu og Mola

Þann 6. febrúar fæddust þessir litlu breiðnefjar. Þrír hundar og tvær tíkur. Ein tík og einn hundur eru með stóra hvíta kraga, hinir með minni, enginn þrílitur. Hvolparnir eru undan Flugu (M: Ýta frá Daðastöðum, F: Karven Taff) og Mola (M: Míla frá Bjarnastöðum, F: Dan frá Skotlandi). Hvolparnir eru með ættbók frá SFÍ. Áhugasamir um gotið hafi samband við Gunnar.

Mynd tekin 8. febrúar 2014

22.01.2014 14:42

Prins frá Daðastöðum

Prins frá Daðastöðum er fæddur 2004 og því 10 ára á þessu ári. Prins er fulltrúi horfinna kynslóða innfluttra fjárhunda. Hann er sterkbyggður og mjög harður. Líklega rúmlega það sem þarf við flestar aðstæður, en dýrmætt þegar á þarf að halda. Hann var seintaminn og kominn svolítið við aldur þegar hann fór virkilega að nýtast sem skyldi. Á móti vegur að hann er enn við hestaheilsu á meðan margir jafnaldrar hans eru komnir á eftirlaun og var aðal smalahundur Gunnars síðasta haust. Prins hefur hingað til verið lítið notaður, en nú þegar sumir vilja meina að ræktun undanfarinna ára hefði mátt gefa að meðaltali heldur harðari hunda, hefur verið litið til hans og nokkur got væntanleg frá honum á næstu mánuðum. Prins er faðir Íslandsmeistarans Skottu og hann á talsvert mikið í henni.

 

 

Prins er undan Lús frá Eyrarlandi og Rex frá Daðastöðum. Ættartölu og myndir má finna á stikunni hér að ofan undir "fjárhundar".

Hér er síðan video af gömlu sleggjunni. Myndbandið er síðan 2012 og Prins því 8 ára þegar það er tekið upp. VIDEO: http://www.youtube.com/watch?v=aeHIbmBJO-U&feature=youtube_gdata

02.01.2014 11:36

Gleðilegt nýtt ár

Kæru vinir, kunningjar, áhugamenn um fjárhunda og aðrir góðir gestir. Fjölskyldan frá Daðastöðum vonar að þið hafið átt ánægjulega jólahátíð og óskar ykkur farsældar á nýju ári. Vonandi hefur enginn lent illa í jólakettinum þessi jólin, en sem flestir farið í hundana ;) .


Gamlárskvöld 2013 á Daðastöðum

Fleiri MYNDIR: http://dadastadir.is/photoalbums/256296/

 

12.12.2013 17:09

Námskeið í nóvember

Lísa var með 3 námskeið síðastliðinn nóvember. Þar af 2 fjárhundanámskeið og 1 hvolpanámskeið. Fjárhundanámskeiðin voru haldin á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði og á Svalbarði í Þistilfirði. Þeir sem halda námskeiðin leggja til fé, bjóða upp á aðstöðu og gjarnan einhverjar veitingar. Sjaldnast taka þeir neitt fyrir og njóta aðrir sem mæta á námsskeiðin góðs af. Í þessu tilfelli voru það ábúendur á Stórutjörnum og Svalbarði og rétt að þakka fyrir það. Námskeiðin voru vel sótt og færri komust að en vildu. Hvolpanámskeiðið var haldið á Húsvík í nýlegri reiðhöll hestamannafélagsins Grana. Frábær aðstaða til námskeiðahalds þar. Logn og ljós allan sólarhringinn, sem annars er af skornum skammti á þessum árstíma.

 

Því miður féll niður seinni dagurinn á Stórutjörnum vegna mikillar úrkomu. Ekki náðist að koma hópnum saman aftur áður en kom að rúningi og tilhleypingum hjá þeim sem gátu boðið upp á aðstöðu fyrir námskeiðið. Það er ekki á vísan að róa á þessum árstíma. Þistlar eru harðger stofn og létu kuldabola ekki aftra sér þáttöku í námskeiði. Það var hrollkalt fyrri daginn þannig að kennarinn átti erfitt með að segja helstu lokhljóð í lok dags svo sem B og P. Blísturshæfileikarnir döluðu líka mikið eftir sem leið á daginn og voru ekki talsverðir fyrir. Veðurguðirnir voru okkur hliðhollari seinni daginn. Hundarnir voru misjafnir eins og gengur, en þónokkrir efnilegir. Undirrituð lítur á það sem algjör forréttindi að fá að sækja aðrar sveitir heim og kynnast þeim sem þar búa, bæði hundum og mönnum.

MYNDIR: http://dadastadir.is/photoalbums/255672

 

11.12.2013 16:45

Nonni og Manni

Júlli, smalinn geðþekki

 

Hver man ekki eftir Nonna og Manna. Gerð var kvikmynd upp úr bókunum um Nonna og Manna í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar árið 1988. Þar er í þónokkru hlutverki smalinn ungi Júlli leikinn af Jóhanni G. Jóhannssyni. Í myndinni fylgir honum gjarnan hundur og hópur af fé. Ekki var það svo að kindurnar væru svona hændar að leikaranum unga að þær eltu hann á röndum, heldur var Gunnar fenginn með BC hundana Lass, Roy og Ringó til að stjórna fjárhópnum í upptökunum. Þegar Gunnar mætti á upptökustað höfðu verið reyndar tökur þar sem hópur fólks var fenginn til að hafa hemil á fénu. Þá gekk á ýmsu þannig Gunnari og hundunum var tekið fagnandi og mættu miklum velvilja við sín störf. Hundurinn sem sést stundum í mynd ásamt smalanum Júlla er síðan hann Blakki frá Daðastöðum. Sá var blendingur sem Gunnar átti og nýttist sem rekstrarhundur. Blakki var ef til vill ekki besti smalahundur í heimi en hentaði vel í hlutverkið og reyndist afar hæfileikaríkur leikari ;).

 

Júlli og Blakki með hóp af fé

 

Fleiri myndir: http://dadastadir.is/photoalbums/255639/

Stikla: http://www.youtube.com/watch?v=NrUWvCQ4yQ8

 

04.12.2013 20:17

Snúlla

Vegna breyttra aðstæðna hjá einum kaupandanum er Snúlla til sölu. Snúlla er heilsufarsskoðuð, ormahreinsuð og bólusett. Hún er undan Pöndu og Taff og með ættbók frá SFÍ. Snúlla er fædd 20. september og tilbúin til afhendingar. Hún er orkumikill og lífsglaður hvolpur og í miklu uppáhaldi hjá fóstru sinni. 

 
 

Panda keppti síðustu helgina í ágúst í A-flokki á Landsmóti SFÍ, en þar etja kappi bestu hundar landsins, og var þar í 5. sæti af 12 hundum með 74 stig fyrri daginn og 72 þann seinni. Hún var þá orðin hvolpafull og gengin mánuð með. Panda keppti á deildarmóti Austurlandsdeildar SFÍ núna í desember og var í 3ja sæti með 83 stig af 100. Panda var minn aðal hundur í göngunum í fyrra og að öðrum hundum sem ég hef tekið með mér í smalamennskur ólöstuðum hefði ég engan hund frekar viljað hafa með mér í heiðina. Taff var fluttur inn frá Wales árið 2011. Sama ár vann hann Landsmót smalahunda og núna í ár var hann í öðru sæti á eftir Skottu sem er mamma Pöndu. Faðir Pöndu er Dan frá Skotlandi). Nánari upplýsingar um Pöndu má finna undir "Fjárhundar - Lísa".

Áhugasamir hafi samband við Lísu í s. 863-1679, eða elisabetg@ru.is

Hér er nýlegt video af Pöndu: http://www.youtube.com/watch?v=kWrjty-Z6yo&feature=youtu.be

Hér er video af Taff: http://www.youtube.com/watch?v=QQRLD0SCTME

 

26.11.2013 18:59

Smalahundamót Austurlandsdeildar SFÍ

 

Lísa hélt ásamt fylgdarliði á fjárhundakeppni Austurlandsdeildar  SFÍ sem fór fram að Ytra Lóni á Langanesi um síðustu helgi. Hún var þar með þrjá hunda. Mæðgurnar Skottu (7 ára) og Pöndu (5 ára) í A-flokki og Ýtu (3,5 ára) í B-flokki. Skotta fékk 85 stig af 100 og deildi stighæsta rennslinu með Mac frá Eyrarlandi/Wales. Til að skera úr um hver hlyti fyrsta sætið var horft til fyrstu þriggja stigaflokkanna og þar höfðu snillingarnir Mac og Þorvarður betur. Panda fylgdi fast í kjölfarið með 83 stig og hlaut 3ja sætið. Ýta fékk 64 stig af 90 mögulegum í B-flokki sem skilaði henni öðru sæti. Ýta var orðin rúmlega 2ja ára þegar byrjað var að temja hana svo hún hefur ekki fengið jafn mikla tamningu og aldurinn gæti gefið til kynna.  Dagurinn var hinn ánægjulegasti.

Nánar er fjallað um mótið á heimasíðu Smalahundafélags Íslands: http://smalahundur.123.is/blog/2013/11/26/smalahundamot-austurlandsdeildar-sfi/

MYNDIR: http://dadastadir.is/photoalbums/255188/

31.10.2013 17:11

Hvolpar undan Pöndu og Taff 6 vikna


Þetta er hún Snúlla sem er í uppáhaldi hjá fóstru sinni.  Hér eru fleiri einstaklingsmyndir af hvolpunum sem voru teknar í dag http://www.dadastadir.is/photoalbums/254366/

21.10.2013 10:26

Hvolpar undan Pöndu og Taff 3-4vikna

 

Hvolparnir braggast vel og allt samkvæmt áætlun. Nú er bara vonandi að tíðin verði góð þannig þeir getið notið þess að vera úti í garði í fínu aðstöðnni sem ég er búin að útbúa fyrir þá. 

Fleiri myndir í myndaalbúmi: http://dadastadir.is/photoalbums/253949/

Flettingar í dag: 178
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 101
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 381589
Samtals gestir: 78145
Tölur uppfærðar: 2.8.2021 08:40:34