Færslur: 2013 Júlí

10.07.2013 13:14

Velkomin á nýja heimasíðu Daðastaða

Þar sem gamla heimasíðan okkar á dadastadir.blogcentral.is hefur undanfarið stundum legið niðri dögum saman hefur verið stofnuð ný heimasíða dadastadir.is. Vefstjóri hefur flutt allt efni af gömlu síðunni yfir á nýju síðuna. Fréttir af gömlu síðunni má finna í .pdf skjali undir "eldri fréttir" í stikunni hér að ofan. Öll myndaalbúm hafa verið flutt yfir sem og upplýsingar um fjárhunda o.fl.

Hér er stefnan að segja í máli og myndum frá búskapnum á Daðastöðum með sérstakri áherslu á fjárhunda. Feðginin Gunnar og Lísa deila þessari síðu þegar kemur að upplýsingum og fréttum er varða fjárhunda.

Við viljum hvetja þá sem rata hér inn til að skrifa í gestabókina. Það er alveg nóg að skrifa bara nafn og e.t.v. heimilisfang í efsta reitinn. Það er gaman fyrir okkur sem stöndum að síðunni að vita hverjir ganga hér um.

  • 1
Flettingar í dag: 170
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 101
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 381581
Samtals gestir: 78145
Tölur uppfærðar: 2.8.2021 08:13:44