Færslur: 2013 Nóvember

26.11.2013 18:59

Smalahundamót Austurlandsdeildar SFÍ

 

Lísa hélt ásamt fylgdarliði á fjárhundakeppni Austurlandsdeildar  SFÍ sem fór fram að Ytra Lóni á Langanesi um síðustu helgi. Hún var þar með þrjá hunda. Mæðgurnar Skottu (7 ára) og Pöndu (5 ára) í A-flokki og Ýtu (3,5 ára) í B-flokki. Skotta fékk 85 stig af 100 og deildi stighæsta rennslinu með Mac frá Eyrarlandi/Wales. Til að skera úr um hver hlyti fyrsta sætið var horft til fyrstu þriggja stigaflokkanna og þar höfðu snillingarnir Mac og Þorvarður betur. Panda fylgdi fast í kjölfarið með 83 stig og hlaut 3ja sætið. Ýta fékk 64 stig af 90 mögulegum í B-flokki sem skilaði henni öðru sæti. Ýta var orðin rúmlega 2ja ára þegar byrjað var að temja hana svo hún hefur ekki fengið jafn mikla tamningu og aldurinn gæti gefið til kynna.  Dagurinn var hinn ánægjulegasti.

Nánar er fjallað um mótið á heimasíðu Smalahundafélags Íslands: http://smalahundur.123.is/blog/2013/11/26/smalahundamot-austurlandsdeildar-sfi/

MYNDIR: http://dadastadir.is/photoalbums/255188/

  • 1
Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 113
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 363727
Samtals gestir: 73977
Tölur uppfærðar: 19.4.2021 13:01:40