Færslur: 2014 Apríl

21.04.2014 15:41

Hundagönguferð um Páskana

 

Það er stundum talað um að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Það mætti segja að það þurfi heila fjölskyldu til að ala upp hund. Það á að minnsta kosti ágætlega við á Daðastöðum. Þar koma margir að hundauppeldinu. Birkir Gunnarsson hefur í mörg ár, með hléum eins og gengur og gerist, sinnt því hlutverki að ganga með hundana á Daðastöðum. Vefstjóri og hennar hundar slógust í för með honum þegar við heimsóttum Daðastaði núna um Páskana. Vefstjóri reynir að komast reglulega í þessar gönguferðir til að viðhalda góðum kunningsskap við hunda og menn.

Fleiri myndir: http://dadastadir.is/photoalbums/260177/

21.04.2014 14:21

Stóra staurasögin hans Gunnars

Það stendur til hefjast handa við að girða af Daðastaðajörðina í sumar. Þetta samrýmist hugmyndum Daðastaðabænda um sjálfbæran búskap, landgræðslu og beitarstýringu. Girðingin verður samstarfsverkefni Daðastaða og aðliggjandi jarða. Jörðin er um 7000-8000 hektarar. Neðra landið er nú þegar girt af, en nýja girðingin mun girða af heiðalandið. Girðingin verður í heildina um 36 km og má áætla að í hana þurfi tæpa 5000 staura. Af þessu tilefni hefur Gunnar við annan mann keypt stóra sög til að saga niður stóra plankaÞað er ekki að spyrja að því að þessa dagana stendur Gunnar bóndi í ströngu við að saga niður rekavið í girðingarefni. 

 

Fleiri myndir: http://dadastadir.is/photoalbums/260176/

21.04.2014 14:15

Námskeið á Syðri - Sandhólum

 

Námskeiðið á Tjörnesi fyrr í mánuðinum heppnaðist ljómandi vel. Veðrið var okkur mjög hagstætt, stillt og svalt. Námskeiðið var blanda af bóklegu, sýnikennslu og verklegu. Nemendur voru fimm, úr Öxarfirði, Kinn og Mývatssveit. Komust færri að en vildu þar sem taka varð tillit til þess fjölda fjár sem kennarinn hafði til umráða. Halldór Sigurðsson tengdafaðir minn og bóndi á Syðri-Sandhólum sér mér fyrir æfingarfé yfir vetrartímann. Það er alltaf mikil spenna þegar talið er í kindunum og í ljós kemur hversu margar eru geldar. Þar fara hagsmunir okkar tengdapabba ekki saman því ég vil auðvitað hafa þær sem flestar en tengdapabbi sem fæstar. Reyndar finnst mér 5-6 mjög passlegur nemendafjöldi, en þegar maður er að fara um langan veg þarf að huga að því að hafa heldur fleiri til að dreifa ferðakostnaði og gera sem flestum fært að mæta. Allir hundarnir höfðu áhuga og smalaeðli, og ættu að geta orðið eigendunum að góðu liði í framtíðinni.

  • 1
Flettingar í dag: 207
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 101
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 381618
Samtals gestir: 78145
Tölur uppfærðar: 2.8.2021 09:56:44