Færslur: 2015 Febrúar

28.02.2015 15:09

Smalahundar.is

Eftir að hafa einokað Daðastaðasíðuna um nokkurt skeið fannst vefstjóra að tilefni væri til að stofna sérstaka heimasíðu fyrir hunda vefstjóra og það sem þeim tengist. Þeir sem hafa áhuga geta skoðað hana hér: http://www.smalahundar.is/

 

Vefstjóri mun halda áfram að sinna Daðastaðasíðunni eftir föngum og ekki ólíklegt að fréttir af hundum og smölum skarist eitthvað enda gott samstarf á milli Gunnars og vefstjóra.

 

09.02.2015 17:51

Hvolpar til sölu

Á nágrannabæ Daðastaða fæddust nokkrir hvolpar seinni partinn í október 2014. Móðirin dó því miður frá þeim og úr varð að þeir fóru í fóstur til Daðastaða. Þetta voru fimm hvolpar, tveir hundar og þrjár tíkur. Hundarnir eru komnir með heimili en tíkurnar eru ólofaðar. Hvolparnir eru óskráðir, en ættirnar þekktar og ekkert því til fyrirstöðu að þetta geti orðið prýðilegir smalahundar. Móðirin er Perla frá Hallgilsstöðum SFÍ 2013-2-0063, og faðirinn Strumpur frá Snartarstöðum sem er óskráður. Þess má geta að Strumpur vann B-flokk smalahundakeppni Austurlandsdeildar SFÍ sem var haldin á Ytra- Lóni 2014 með 69/90 stig. Hvolparnir eru komnir á afhendingaraldur. Frekari upplýsingar gefur Gunnar Einarsson.

 

Hér eru nokkrar myndir og ættartalan: http://dadastadir.is/photoalbums/269582/

 

  • 1
Flettingar í dag: 178
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 101
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 381589
Samtals gestir: 78145
Tölur uppfærðar: 2.8.2021 08:40:34