Prins frá Daðastöðum"/>

22.01.2014 14:42

Prins frá Daðastöðum

Prins frá Daðastöðum er fæddur 2004 og því 10 ára á þessu ári. Prins er fulltrúi horfinna kynslóða innfluttra fjárhunda. Hann er sterkbyggður og mjög harður. Líklega rúmlega það sem þarf við flestar aðstæður, en dýrmætt þegar á þarf að halda. Hann var seintaminn og kominn svolítið við aldur þegar hann fór virkilega að nýtast sem skyldi. Á móti vegur að hann er enn við hestaheilsu á meðan margir jafnaldrar hans eru komnir á eftirlaun og var aðal smalahundur Gunnars síðasta haust. Prins hefur hingað til verið lítið notaður, en nú þegar sumir vilja meina að ræktun undanfarinna ára hefði mátt gefa að meðaltali heldur harðari hunda, hefur verið litið til hans og nokkur got væntanleg frá honum á næstu mánuðum. Prins er faðir Íslandsmeistarans Skottu og hann á talsvert mikið í henni.

 

 

Prins er undan Lús frá Eyrarlandi og Rex frá Daðastöðum. Ættartölu og myndir má finna á stikunni hér að ofan undir "fjárhundar".

Hér er síðan video af gömlu sleggjunni. Myndbandið er síðan 2012 og Prins því 8 ára þegar það er tekið upp. VIDEO: http://www.youtube.com/watch?v=aeHIbmBJO-U&feature=youtube_gdata

Flettingar í dag: 178
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 101
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 381589
Samtals gestir: 78145
Tölur uppfærðar: 2.8.2021 08:40:34