21.04.2014 14:21

Stóra staurasögin hans Gunnars

Það stendur til hefjast handa við að girða af Daðastaðajörðina í sumar. Þetta samrýmist hugmyndum Daðastaðabænda um sjálfbæran búskap, landgræðslu og beitarstýringu. Girðingin verður samstarfsverkefni Daðastaða og aðliggjandi jarða. Jörðin er um 7000-8000 hektarar. Neðra landið er nú þegar girt af, en nýja girðingin mun girða af heiðalandið. Girðingin verður í heildina um 36 km og má áætla að í hana þurfi tæpa 5000 staura. Af þessu tilefni hefur Gunnar við annan mann keypt stóra sög til að saga niður stóra plankaÞað er ekki að spyrja að því að þessa dagana stendur Gunnar bóndi í ströngu við að saga niður rekavið í girðingarefni. 

 

Fleiri myndir: http://dadastadir.is/photoalbums/260176/

Flettingar í dag: 207
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 101
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 381618
Samtals gestir: 78145
Tölur uppfærðar: 2.8.2021 09:56:44