11.05.2014 19:11

"The world of sheepdogs"

Við Skotta vorum svo lánsamar að hún Angie Dirscoll bauð okkur að vera með í bók sem hún gaf út núna nýlega. Í bókinni er stuttleg umfjöllun um okkur Skottu og íslenska búskaparhætti ásamt mynd. Þarna erum við stöllur í félagskap snillinga eins og Julie Hill, Bobby Henderson, Kevin Evans, Colin Gordon, Jo Agnar Hansen og fleiri hundaþjálfara að ógleymdum hundunum þeirra. Við Skotta eigum auðvitað töluvert í land að standa jafnfætis þessum hetjum en það er engu að síður gaman að fá að vera með í þessari fallegu bók.

 

Bókin heitir "The world of sheepdogs" og er önnur bókin sem Angie gefur út undir þessu nafni. Bókin leggur mikið upp úr fallegum stórum myndum af Border collie hundum við vinnu. Hundarnir og smalarnir eru frá ýmsum löndum og heimsálfum. Hverjum hundi fylgir ættartala. Í bókinni eru auk þess upplýsingar um 16 efstu sætin á síðustu fjórum heimsmeistaramótum (World Champions 2002, 2005, 2008, 2011) og upplýsingar um sigurvegara landskeppninnar í Bretlandi (International Supreme Champions) frá árinu 1906. 

Angi sjálf er fædd í Englandi, uppalin í Nýja Sjálandi  og bjó um árabil í Kanada. Í dag býr hún í Skotlandi þar sem hún ræktar og temur Border Collie hunda með góðum árangri. Hún ásamt hundinum Levi var meðal 10 efstu á Evrópumóti unghunda í mars síðastliðunum. Ef einhver hefur áhuga er hægt að kaupa bókina hér: http://www.kinlochsheepdogs.com/books.htm

Þess má einnig geta að það er væntanlegt got undan Skottu í byrjun júní. 

 

Flettingar í dag: 160
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 101
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 381571
Samtals gestir: 78144
Tölur uppfærðar: 2.8.2021 07:48:03