06.09.2014 10:33

Skógræktargirðing

Vefstjóri sótti Daðastaði heim nú fyrir skemmstu þegar verið var að leggja lokahönd á heilmikla girðingu í landi Daðastaða. Hugmyndin er að þarna vaxi upp myndarlegur beitarskógur. Girðingin er á annað 100 hektara og á 3ja km að lengd og verður henni skipt upp í 3 hólf þannig hægt verði að beita skóginn sem þarna kemur til með að vaxa af skynsemi. Heimilismenn á Daðastöðum hafa allir lagt hönd á plóginn með einum eða öðrum hætti. Þá hefur Þröstur Sveinsson heimagangur og fjölskylduvinur lagt verkefninu lið af mikilli óeigingirni.  Girðingin er hluti af miklu stærra verkefni, en eins og áður hefur komið fram á síðunni stendur til að girða Daðastaðajörðina af http://dadastadir.is/blog/2014/04/21/stora-staurasogin-hans-gunnars/ . Jörðinni verður þá skipt 3 stór beitarhólf auk skógræktargirðingarinnar, landgræðslugirðingarinnar upp við Grjótfjöll og túnagirðinga. Stóra girðingin er í farvatningu og þegar hefur verið mælt fyrir girðingunni að miklu leyti og ýtt í slóðir.

 

Myndir: http://dadastadir.is/photoalbums/265104/
 

Flettingar í dag: 160
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 101
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 381571
Samtals gestir: 78144
Tölur uppfærðar: 2.8.2021 07:48:03