03.11.2014 00:10

Landsmót SFÍ 2014

Landsmót Smalahundafélags Íslands fór fram á Vorboðavelli þann 1. nóvember. Til stóð að mótið stæði yfir í tvo daga og hver hundur fengi tvö rennsli, en seinni deginum var aflýst sökum veðurs. Eitt rennsli gilti því til úrslita að þessu sinni. Undirrituð fór með þær mæðgur Skottu og Pöndu til keppni í A-flokki. Við Skotta vörðum Íslandsmeistartiltilinn örugglega með 86 stigum og Panda lenti í 5. sæti með 57 stig. Alls kepptu 10 hundar í A- flokki. Ítarlegri upplýsingar um úrslit mótsins má finna á heimsasíðu SFÍ: http://smalahundur.123.is/blog/ 

Hér eru nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingunni: http://dadastadir.is/photoalbums/266629/

 

 

Flettingar í dag: 137
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 113
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 363713
Samtals gestir: 73977
Tölur uppfærðar: 19.4.2021 12:27:24