07.08.2015 09:38

Gönguferð - landbætur samhliða sauðfjárrækt

Fyrirhuguð er gönguferð í landi Daðastaða þann 8. ágúst næstkomandi kl. 14:00.  Þema göngunnar er landbætur samhliða sauðfjárrækt. Gunnar og fjölskylda hafa lagt mikinn metnað í að græða upp og bæta jörðina síðan þau tóku við henni með góðum árangri og fengu til að mynda landgræðsluverðlaunin 2011 (http://www.skarpur.is/frett.asp?fID=4006). Þau hafa meðal annars notað lúpínu sem hefur reynst einkar vel og breytt áður ónýtu landi í grösugt beitarland.  Gengið verður undir leiðsögn Gunnars bónda um Daðastaðaskóg sem er í mikilli sókn þrátt fyrri talsverða beit,  lúpínubreiður sem eru smám saman að víkja fyrir öðrum gróðri, farið upp að Dimmagili og landnámsbýlið Klaufargerði heimsótt. Gönguleiðin er einkar falleg og fjölbreytt eins og myndirnar hér að neðan sýna best. Allir velkomnir - líka þeir sem hafa engan áhuga á landgræðslu og langar bara í léttan og skemmtilegan göngutúr í fallegu umhverfi.

 

MYNDIR FRÁ LANDBÓTAGÖNGUNNI 2012: http://dadastadir.is/photoalbums/249712/

MYNDIR FRÁ GÖNGULEIÐINNI: http://dadastadir.is/photoalbums/249711/

LÚPÍNUMYNDIR: http://dadastadir.is/photoalbums/249714/

 

Flettingar í dag: 207
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 101
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 381618
Samtals gestir: 78145
Tölur uppfærðar: 2.8.2021 09:56:44