Færslur: 2014 Nóvember

28.11.2014 23:47

Ýta og Jim - NÝJAR MYNDIR - 6 vikna

Hvolpunum fannst orðið heldur þröngt á þingi í þéttbýlinu á Húsavík og eru heldur betur kátir með nýju vistaverurnar í sveitinni.  Hér eru myndir af hvolpunum sem voru teknar þegar hvolparnir voru 6 vikna og nýkomnir í sveitinahttp://dadastadir.is/PhotoAlbums/267107/

 

Dýralæknirinn kom og heimsótti okkur í dag og í næstu viku fara hvolparnir einn af öðrum á ný heimili. Þrír hvolpar enn ólofaðir.

03.11.2014 00:10

Landsmót SFÍ 2014

Landsmót Smalahundafélags Íslands fór fram á Vorboðavelli þann 1. nóvember. Til stóð að mótið stæði yfir í tvo daga og hver hundur fengi tvö rennsli, en seinni deginum var aflýst sökum veðurs. Eitt rennsli gilti því til úrslita að þessu sinni. Undirrituð fór með þær mæðgur Skottu og Pöndu til keppni í A-flokki. Við Skotta vörðum Íslandsmeistartiltilinn örugglega með 86 stigum og Panda lenti í 5. sæti með 57 stig. Alls kepptu 10 hundar í A- flokki. Ítarlegri upplýsingar um úrslit mótsins má finna á heimsasíðu SFÍ: http://smalahundur.123.is/blog/ 

Hér eru nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingunni: http://dadastadir.is/photoalbums/266629/

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 170
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 101
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 381581
Samtals gestir: 78145
Tölur uppfærðar: 2.8.2021 08:13:44