Kennslumyndband '91

Árið 1991 gaf Gunnar út myndband um fjárhunda og tamningu þeirra. Ég (Lísa) er búin að fá myndbandið fært á stafrænt form og hef sett það hér inn á síðuna í níu hlutum.

Ýmsilegt hefur breyst á síðustu tuttugu árum (sem sést ef til vill best á því hvað Gunnar bóndi er unglegur þegar þarna er komið við sögu :D) og eitt og annað sem hefði verið gert með öðrum hætti í dag. Grunnhugmyndin hvað smölun varðar er engu að síður sú sama og vonandi getur myndbandið veitt einhverjum innblástur.

Þess má geta að til stendur að gera nýtt myndband og rætist vonandi úr því með hækkandi sól. Meira um það þegar þar að kemur.

Efnisyfirlit (í mjög grófum dráttum):

1. Hluti: 
Kynning á fjárhundum, möguleikum þeirra og ræktun.
2. Hluti: Hvað viljum við að hundurinn kunni? Hvaða skipanir getum við notað? Útskýrt með teikningum og sýnidæmum. Lappi í aðalhlutverki.
3. Hluti: Hvernig nýtist taminn hundur? Hundar í "action" (við vinnu). Bræðurnir Lappi og Prins í aðalhlutverkum.
4. Hluti: Hvernig nýtist taminn hundur frh. Mikilvægi þess að venja féið við hundana þannig að það haldi hópinn og gegni hundinum. Smali þarf að vera í góðu sambandi við hundinn og taka mið af hverjum einstakling.
5. Hluti: Hvernig kennum við hundinum réttu vinnubrögðin? Fyrstu skrefin, Gríma og Píla í aðalhlutverkum.  
6. Hluti: Hvernig kennum við hundinum frh. Grunntamning, Gríma, Spotti og Lappi í aðalhlutverkum.
7. Hluti: Prins smalar kindum, gæsum og nautgripum. Dæmi um misskilinn hund. Líklega einn besti fjárhundur sem við höfum átt á Daðastöðum.
8. Hluti: Öllum finnst sjálfsagt að temja reiðhross. Er ekki jafn sjálfsagt að temja fjárhund? Kynning á fjárhundakeppnum fyrri hluti.
9. Hluti: Kynning á fjárhundakeppnum frh. með reynsluboltanum Spotta í aðalhlutverki og tveggja mínútna myndbrot af þjálfun unghundsins Grímu. Lokaorð.

Ég mæli með öðrum kafla, fimmta kafla (seinni hluta!) & sjötta kafla fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref með lítið taminn hund. Smellið á slóðirnar hér að neðan til að horfa á myndskeiðin.

1. Hluti: http://www.youtube.com/watch?v=BQC4iiZi1Ow
2. Hluti: http://www.youtube.com/watch?v=aUras7ACB88
3. Hluti: http://www.youtube.com/watch?v=JmXFdyNoH5I
4. Hluti: http://www.youtube.com/watch?v=ME35pGRGiVs
5. Hluti: http://www.youtube.com/watch?v=izwWF8-etqo
6. Hluti: http://www.youtube.com/watch?v=ad25WH8ogYI
7. Hluti: http://www.youtube.com/watch?v=azcmw02S2Rc
8: Hluti: http://www.youtube.com/watch?v=z473gQC6AHE
9. Hluti: http://www.youtube.com/watch?v=LIjzMBtwSPI

Það tekur stundum smá tíma fyrir myndböndin að hlaðast inn, en að öðru leyti á þetta að virka ágætlega. Það getur verið ágætt að bíða á meðan ljósrauði liturinn er kominn langleiðina í mark, áður en maður byrjar að horfa, til að losna við hikið í spiluninni. Endilega látið vita ef það gengur einhverra hluta vegna ekki að horfa á myndskeiðin.

Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 101
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 381603
Samtals gestir: 78145
Tölur uppfærðar: 2.8.2021 09:23:57